Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.
Fabregas átti farsælan 20 ára feril sem atvinnumaður en hann endaði ferilinn hjá Como á Ítalíu.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal frá 2003 til 2011 en vann einnig deildina með Chelsea.
Fabregas er 36 ára gamall en hann spilaði 110 landsleiki fyrir Spán og skoraði í þeim 15 mörk.
Hann vann HM með spænska landsliðinu 2010 og þá tvo deildarmeistaratitla með Chelsea og einn með Barcelona.