Wayne Rooney þjálfari DC United var fyrr í dag spurður út í það hvort Gylfi Þór Sigurðsson væri að koma til félagsins. 433.is sagði fyrsta miðla í heiminum frá viðræðum Gylfa við félagið.
Viðræðurnar hafa staðið yfir undanfarna daga og samkvæmt heimildum 433.is mun Gylfi heimsækja Wasinghton til að skoða aðstæður.
Gylfi og Rooney þekkjast vel en Everton keypti þá báða til félagsins sumarið 2017.
Lestu meira um málið:
Nærmynd af hugsanlegum félagaskiptum Gylfa: Eigendurnir þekkja Gylfa og högnuðust vel á honum – Nokkrar stórstjörnur í liðinu sem Rooney stýrir
„Ég hef séð þessar fréttir, Gylfi er fyrrum liðsfélagi minn og er frábær leikmaður,“ sagði Rooney í dag en tvö ár eru frá því að Gylfi lék fótbolta.
Gylfi hefur skoðað kosti sína undanfarnar vikur eftir að hann varð frjáls ferða sinni eftir tveggja ára farbann í Bretlandi. Hann er með fleiri kosti en DC United á sínu borði.
„Eins og staðan er núna er þetta hins vegar ekki eitthvað sem ég hugsa út í,“ segir Rooney.
„Við viljum fá inn leikmenn, við höfum sett nöfn á blað. Það gætu verið að það þurfi leikmenn að fara svo þetta gangi eftir.“