Logi Tómasson er að ganga í raðir Djurgarden frá Víkingi R. Sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson segir frá þessu á Twitter-reikningi sínum.
Hinn 22 ára gamli Logi hefur átt frábært tímabil fyrir Víking, sem trónir á toppi Bestu deildarinnar.
Hann hefur verið orðaður við atvinnumennsku undanfarið og heldur nú til Svíþjóðar.
Hrafnkell segir að Víkingur og Djurgarden hafi komist að samkomulagi um kaupverð en að Logi verði áfram á láni hjá Víkingi út þessa leiktíð. Það verða að teljast mikil gleðitíðindi fyrir bikarmeistarana.
Auk Víkings hefur Logi leikið með FH og Þrótti R. á meistaraflokksferlinum. Í bæði skiptin var hann lánaður frá Víkingi.
Víkingur og Djurgarden hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Loga Tómassyni og verður hann leikmaður þeirra á næstu dögum. Logi verður lánaður til baka í Víking og spilar með þeim út leiktíðina.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) June 28, 2023