Grótta tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld.
Fyrirliðinn Arnar Þór Helgason gerði eina mark leiksins fyrir Gróttu á 34. mínútu leiksins.
Selfyssingar voru manni færri frá 75. mínútu en þá fékk Þór Llorens Þórðarson að líta rautt spjald.
Lokatölur á Seltjarnarnesi urðu 1-0.
Grótta er í fimmta sæti með 13 stig en Selfoss er í því áttunda með 10 stig.