Umboðsmaður Jorginho segir að miðjumaðurinn ætli sér að vera áfram hjá Arsenal á næstu leiktíð.
Jorginho gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í janúar og stóð sig vel. Það dugði hins vegar ekki til að tryggja Arsenal Englandsmeistaratitilinn, en liðið hafnaði í öðru sæti á eftir Manchester City.
Það er aðeins ár eftir af samningi Jorginho við Arsenal og hefur hann verið orðaður við ítalska liðið Lazio. Þar er Maurizio Sarri við stjórnvölinn, en hann vann áður með Jorginho hjá Napoli.
„Þetta snýst ekkert um Lazio. Jorginho er mjög ánægður hjá Arsenal,“ segir umboðsmaður leikmannsins og slær á allar sögusagnir.
„Í okkar huga verður hann hjá Arsenal á næstu leiktíð. Það eru engar viðræður í gangi við Lazio.“