Fernando Torres fyrrum framherji Chelsea, Liverpool og Atletico Madrid er á leið í mál við spænska ríkið og fer fram á bætur vegna COVID lokanna.
Torres á líkamsræktarkeðju á Spáni sem heitir New Fitness.
Reksturinn gekk vel fram að COVID-19 bylgjunni þar sem spænska ríkið eins og mörg önnur ákvað að loka flestum almenningsstöðum.
Frá því að vera rekið í hagnaði var tapið á rekstri New Fitness talsvert í COVID-19 bylgjunni.
Torres fer fram á um 120 milljónir íslenskra króna frá ríkinu fyrir að hafa lokað fyrirtæki hans og tekjurnar hrundu.
Torres er hættur í fótbolta en er að þjálfa yngri krakka og hefur gert það ágætt sem kaupsýslumaður.