FC Midtjylland hefur áhuga á því að kaupa Sverri Inga Ingason fyrirliða PAOK í Grikklandi í sumar. Það er Tipsbladet sem fjallar um málið.
FC Midtjylland er í leit að miðverði eftir að hafa selt lykilmann og er Sverrir sagður hinn fullkomni arftaki.
Sverrir Ingi er 29 ára gamall og hefur átt afar farsælan feril í atvinnumennsku, hann leikur nú með PAOK í Grikklandi og er lykilmaður.
Segir í frétt Tipsbladet að FC Midtjylland og PAOK hafi opnað samtalið og að Sverrir hafi áhuga á að skipta yfir. PAOK vill fá 3,5 milljón evra fyrir Sverrir eða 523 milljónir króna.
Sverrir hefur á ferli sínum spilað í Noregi, Belgíu, Spáni, Rússlandi og nú Grikklandi þar sem hann hefur verið afar farsæll. Þá er Sverrir lykilmaður í íslenska landsliðinu.