

Marcus Rashford, Trent Alexander-Arnold og Jude Bellingham voru allir mættir á tískusýningu Louis Vuitton í París á þriðjudag.
Sýningin fór fram á brú í París en þarna var mikið af frægasta fólki heims mætt.

Lebron James var á svæðin en það voru líka Rihanna, Beyonce og Jay-Z.
Tónlistarmaðurinn Pharrel sá um sýninguna fyrir Louis Vuitton og að henni lokinni tróðu hann og Jay-Z upp saman.

Fleiri knattspyrnumenn voru á svæðinu og má þar nefna Jadon Sancho, Paul Pogba og fleiri.
