Enska stórliðið Arsenal reynir að kaupa Cloé Zoé Eyja Lacasse fyrrum sóknarmann ÍBV. Fjölmiðlar í Portúgal segja frá.
Arsenal hefur algt fram tilboð í Lacasse en hún hefur frá 2019 leikið með Benfica. Hún lék með ÍBV í fimm ár þar á undan.
Arsenal reyndi að kaupa Lacasse fyrr á þessu ári og heldur nú áfram.
Lacasse er frá Kanada en hún er með íslenskan ríkisborgararétt en fékk ekki leyfi frá FIFA til að spila fyrir Ísland.
Lacasse hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica og Arsenal hefur mikinn áhuga á að krækja í þennan öfluga sóknarmann.