fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

FH ætlar að nota helgina í að skoða hvernig félagið snýr sér í máli Morten

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. júní 2023 11:00

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH-ingar ætla að taka næstu daga til að skoða hvað félagið gerir eftir dóm Knattspyrnusambandsins í gær er varðar greiðslur til Morten Beck Andersen.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli FH gegn Morten Beck Guldsmed. Hefur áfrýjunardómstóll KSÍ staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um að knattspyrnudeild FH skuli sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Þá hefur áfrýjunardómstóll staðfest úrskurð um að knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skuli sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.

FH er gert að gera upp við Morten Beck og er það um 24 milljónir króna sem félagið skuldar nú Morten.

FH er ósammála dómnum og mun skoða hvernig félagið snýr sér í málinu. „Við ætlum að aðeins að taka næstu daga í að skoða þetta, fara betur yfir dóminn og ákveða hvað við gerum í framhaldinu,“ segir Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH við 433.is.

„FH hefur greitt MBG allar greiðslur skv. samningi aðila og MBG hefur ótvírætt fengið til sín þá nettó fjárhæð (Netto payment í samningi MBG og kæranda FH, var hugsuð til skýringa á því að húsnæði og afnot á bíl væru utan „Netto payment“ sem yfirfært á íslensku er nettó greiðsla ekki netto laun) sem aðilar sömdu um í samningum sínum. Yrði sú skylda lögð á FH að greiða MBG það sem hann hefur farið fram á í kröfugerð sinni er áréttað að það er ekkert sem tryggir að sú greiðsla myndi skila sér til þriðju aðila sem kröfuna myndu eiga ef einhver væri. Sé FH gert að greiða MBG það sem hann hefur farið fram á er alveg ljóst að MBG væri að fá greitt umfram það sem samið var um og auðgast með ólögmætum hætti,“ sagði í greinagerð FH en KSÍ féllst ekki á þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli

Messi brast í grát í nótt þegar hann lék líklega sinn síðasta dans á heimavelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester