fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

„Ég vissi ekki að bréf gæti drepið einhvern“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 17:30

Kylian Mbappe t.v..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe sat fyrir svörum á blaðamannafundi franska landsliðsins í dag. Hann var eðilega spurður mikið út í sína stöðu hjá Paris Saint-Germain.

Franska liðið undirbýr sig fyrir leik í Gíbraltar á morgun.

Mbappe hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann tilkynnti PSG að hann hyggðist ekki framlengja samning sinn sem rennur út eftir ár. Kappinn vill sitja út samninginn en Parísarliðið vill heldur selja.

„Sem stendur er bara eitt sem kemur til greina og það er að vera áfram hjá PSG. Ég stefni á að vera þar þegar næsta tímabil hefst,“ sagði Mbappe meðal annars á fundinum.

Hann var spurður út í það af hverju hann stæði svo fastur á því að ætla að vera áfram hjá PSG án þess að skrifa undir nýjan samning.

„Það er ekkert til að útskýra. Fólk getur talað og gagnrýnt mig. Ég veit af hverju ég geri það sem ég geri. Fólk hefur ekki allar upplýsingarnar.“

Æðstu menn PSG eru steinhissa á formlegu bréfi Mbappe á dögunum þar sem hann sagði frá því að hann myndi ekki nýta ákvæði í samningi sínum um að framlengja hann um eitt ár.

„Ef ég á að vera hreinskilinn vissi ég ekki að þetta myndi móðga neinn. Ég sendi bara bréf og vissi ekki að bréf gæti drepið einhvern. Mér er sama um viðbrögðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur