fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Ten Hag er svekktur – United er búið að gefast upp á Harry Kane

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 16:59

Harry Kane í leik með Tottenham / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur gefist upp á því að eltast við Harry Kane framherja Tottenham. Eru þetta nýjar fréttir sem Guardian segir nú frá.

Þar segir að United telji að Kane sé alltof dýr miðað við aldur og þá staðreynd að samningur hans rennur út eftir eitt ár.

Segir í frétt Guardian sem iðulega er afar áreiðanlegur miðill að Erik ten Hag sé svekktur.

Ten Hag hafði Kane efstan á innkaupalista sínum í sumar. Þrátt fyrir að vera svekktur er Ten Hag sagður skilja það að félagið getur bara teygt sig ákveðið langt í heildarpakka fyrir leikmann.

Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum en hann er sterklega orðaður við Real Madrid en Daniel Levy vill helst ekki selja kauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur