fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Konan sem sér um málin fyrir skotmark Liverpool sást á áhugaverðum stað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafaela Pimenta sem sér um málin fyrir Khephren Thuram miðjumann Nice var mætt á fund hjá félaginu í dag.

Pimenta er einn valdamesti einstaklingur fótboltans í dag en hún er meðal annars umboðsmaður Erling Haaland. Tók hún yfir alla þá skjólstæðinga sem Mino Raiola var með en hann féll frá á síðasta ári.

Liverpool er sagt hafa mikinn áhuga á að kaupa Thuram í sumar en hann er 22 ára franskur miðjumaður.

Sky Sports segir að Lille vilji fá rúmar 50 milljónir punda fyrir Thurham en Pimenta fundaði með félaginu í dag þar sem þessi mál voru vafalítið rædd.

Það er ekki bara Pimenta sem sér um að ráðleggja Khephren því faðir hans, Lilliam Thuram, fyrrum varnarmaður Barcelona og fleiri liða er einnig með í ráðum.

Stuðningsmenn Liverpool eru ansi spenntir yfir því að Pimenta hafi birt mynd af sér á leið til fundar með forráðamönnum Nice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli