fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Guðlaugur Victor telur sig vita hvar Hareide ætlar að spila honum – „Hann er flottur, no nonsense gæi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. júní 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mjög spenntur, Hareide er flottur, no nonsense gæi.  Hann veit alveg hvað hann er að gera,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður DC United og íslenska landsliðsins í samtali við 433.is.

Guðlaugur er mættur til landsins frá Bandaríkjunum til að taka þátt í fyrsta verkefni Age Hareide. Ísland mætir Slóvakíu á laugardag í undankeppni Evrópumótsins og mæta síðan Portúgal á þriðjudag.

Guðlaugur segir að það sjáist fljótt hvað Hareide vill gera með liðið. „Algjörlega, hann veit alveg hvað hann vill. Ég er búin að vera í tvo daga, aðeins styttra en flestir. Maður finnur strax að hann er með sínar pælingar.“

Guðlaugur á von á því að vera varnarmaður í íslenska liðinu. „Mér sýnist það, sem er bara flott.“

Guðlaugur segir hópinn stefna á góðan árangur í hópnum til að eiga möguleika á miðanum til Þýskalands. „Við þurfum fjögur stig í þessum glugga ef við viljum fara á EM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli