fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Lygileg saga úr landsliðsferð: Jón Dagur fór illa með Hólmbert sem komst ekki að því fyrr en eftir flug heim – „Lít á símann og sé að Hólmbert er að hringja…Fokk, hann hefur fattað þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson er gestur í nýjasta þætti Chat After Dark. Þar sagði hann stórskemmtilega sögu úr landsleik Íslands um árið.

Strákarnir okkar heimsóttu þá Belgíu í Þjóðadeildinni og töpuðu 5-1. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands. Eftir að kappinn kom af velli sannfærði hann Eden Hazard, stjörnuleikmann Belga sem sat á bekknum, um að skipta um treyju við sig.

Jón Dagur rifjaði þetta upp í þættinum.

„Eden Hazard spilar ekki leikinn en hann er á bekknum við hliðina á okkur. Hólmbert kemur út af og er alltaf að kalla eitthvað á Hazard. Allt í einu, á svona 75. mínútu, labbar Hazard yfir og gefur Hólmberti treyjuna. Ég er náttúrulega grjótharður Chelsea maður og bara: Andskotinn,“ segir Jón Dagur.

Nú voru góð ráð dýr fyrir kantmanninn sem dauðlangaði í treyju Hazard.

„Ég var ekkert það spenntur að fá treyjuna frá einhverjum öðrum leikmanni. Ég var að rölta aftur út og þá kemur Thorgan Hazard (bróðir Eden). Ég spurði hann um að skipta um treyju og hann bara: „Ekkert mál.“ Svo kom ég inn í klefa, Hólmbert er vel peppaður, nýbúinn að skora og er að ræða við menn. Ég sé ofan í bakpokann hans og að Eden Hazard treyjan er þar. Ég skipti um treyju við hann. Svo fór ég í flug, Hólmbert segir ekki neitt, en þegar ég var að fara að sofa það kvöld lít ég á símann minn og sé að Hólmbert er að hringja. Ég bara: Fokk, hann hefur fattað þetta,“ segir Jón Dagur.

Á þessum tíma léku Hólmbert og Davíð Kristján Ólafsson saman með Álasundi. Þeir bjuggu einnig saman.

„Hólmbert sýndi honum að hann hefði fengið treyjuna hjá Hazard. Hann tók upp treyjuna en skildi ekkert í því að hún væri blaut, (Eden) Hazard spilaði ekkert leikinn. Hann snýr sér við og ætlar að sýna Davíð. Hann bara: „Nei, hann er ekkert númer 16.“ Þá var þetta auðvitað Thorgan Hazard.

Ég er enn með treyjuna í dag,“ segir Jón Dagur að endingu og skellihlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar