fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Gera sér grein fyrir gífurlegu mikilvægi leiksins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson landsliðsmaður segist fullur tilhlökkunar fyrir komandi leiki Íslands í undankeppni EM 2024.

Ísland mætir Slóvakíu á laugardag og Portúgal þremur dögum síðar. Mikilvægi leikjanna er mikið og þá sérstaklega þess fyrri.

„Það er fiðringur fyrir hvern einasta landsleik. Auðvitað er þetta ótrúlega mikilvægur leikur og við gerum okkur grein fyrir því. Vonandi náum við í úrslit. Það væri góð byrjun,“ segir Jón Dagur við 433.is.

Age Hareide verður að stýra sínum fyrstu leikjum sem þjálfari Íslands.

„Hann er mjög reynslumikill og mun nýtast okkur frábærlega held ég.“

Jón Dagur var að klára sitt fyrsta tímabil með Leuven í Belgíu. Hann gerði vel og skoraði 12 mörk.

„Þetta var mjög fínt fyrsta tímabil. Það tók smá tíma að koma mér inn í hlutina en ég endaði þetta á góðum nótum þó svo við sem lið hefðum viljað enda þetta betur.“

En verður hann áfram hjá Leuven?

„Ég bara veit það ekki. Mér líður mjög vel þarna og finnst gaman að spila í deildinni. Það kemur í ljós,“ segir Jón Dagur og bætir við að engin tilboð hafi borist annars staðar frá hingað til.

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
Hide picture