Franska félagið Lille vill kaupa Hákon Arnar Haraldsson sóknarmann FCK í Danmörku. Danskir miðlar segja frá.
Talið er að franska félagið vilji kaupa íslenska landsliðsmanninn á næstu vikum.
Sagt er að FCK vilji fá 15 milljónir evra fyrir Hákon sem skrifaði undir nýjan samning við félagið á dögunum.
Fleiri félög hafa sýnt Hákoni áhuga en Hákon er aðeins tvítugur en hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Hákon er í íslenska landsliðshópnum sem nú undirbýr sig fyrir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM.