fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Kristján rauk út í miðri upptöku þegar Mikael lofsöng umdeildan mann – „Brenni allar treyjur sem ég á“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. júní 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson spekingur Þungavigtarinnar gekk út úr þætti dagsins þegar Mikael Nikulásson þjálfari KFA fór að dásama Jordan Pickford.

Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi þáttarins fór þá að ræða þá frétt að Jordan Pickford markvörður Everton væri á óskalista United í sumar.

Kristján vonar að það sé grín. „Það ætla ég rétt að vona, ég stend við það ég hætti að halda með félaginu og brenni allar treyjur sem ég á ef hann kemur,“ segir Kristján sem er stuðningsmaður United.

Mikael er hins vegar spenntur fyrir Pickford. „Bara geggjaður markvörður, hann er búinn að skila Englandi í undanúrslit og úrslit á stórmóti. Átta liða úrslit síðast,“ sagði Mikael.

Kristján fékk þá nóg og gekk úr hljóðveri og þættinum lauk skyndilega. „Ég held ég gangi út úr þessu hljóðveri ef hann heldur áfram að bulla eitthvað um Pickford., ég þakka fyrir mig sjáumst,“ sagði Kristján.

Ríkharð Óskar greindi svo frá því að Kristján væri farin og þættinum lauk þar með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar