fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Goðsögn Arsenal heldur því fram að félagið fari á eftir þessum leikmanni í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júní 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Mikel Arteta stjóri Arsenal mun styrkja miðsvæði sitt í sumar. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við félagið er Moises Caicedo.

Granit Xhaka er á förum og hefur Declan Rice verið sterklega orðaður við Arsenal sem arftaki hans.

Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar í sambandi við miðsvæðið hjá Arsenal er Caicedo hjá Brighton.

Arsenal hafði einnig mikinn áhuga á honum í janúar og bauð hæst 70 milljónir. Brighton hafnaði því.

Í nýju viðtali segir Arsenal goðsögnin Robert Pires hins vegar að félagið muni fara á eftir Caicedo.

„Ég vona að hann fari til Arsenal. Arteta vill hann og hann hefur allt til að spila fyrir Arsenal,“ segir Pires.

„Félagið er til í að borga háar upphæðir fyrir hann og það sýnir hversu góður hann er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni