fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Chelsea hefur áhuga á markverði Inter og er til í að bjóða tvö stór nöfn á móti

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júní 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Onana, markvörður Inter, hefur undanfarna daga verið orðaður við Chelsea.

Markvörðurinn heillaði á nýafstaðinni leiktíð með Inter en félagið á í fjárhagsvanda og þarf að selja leikmenn í sumar.

Onana er einn af þeim sem gæti farið, þó svo að hann eigi fjögur ár eftir af samningi sínum við Inter.

Inter er sagt hafa skellt 55 milljóna punda verðmiða á Onana. Samkvæmt The Sun er Chelsea hins vegar til í að bjóða ítalska félaginu tvo menn á móti, þá Romelu Lukaku og Kalidou Koulibaly.

Lukaku var á láni hjá Inter á þessari leiktíð á meðan Koulibaly kom til Chelsea frá Napoli fyrir um ári síðan.

Inter er þegar farið að undirbúa framtíðina án Onana og ætlar sér að fá markvörðuinn Guglielmo Vicario frá Empoli í hans stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni