fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Simeone sannfærður um að Mbappe fari til Real

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. júní 2023 18:31

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, telur að Kylian Mbappe muni á endanum spila fyrir Real Madrid.

Ástæðan er sú að bestu leikmenn heims enda yfirleitt hjá Real en Mbappe er einn besti ef ekki besti sóknarmaður heims.

Litlar líkur eru á að Mbappe sé á förum þetta sumar en hann spilar með moldríka félaginu Paris Saint-Germain.

Það er þó aðeins ár eftir af samningi Mbappe og gæti hann vel kvatt þá frönsku á næsta ári.

,,Sé ég Mbappe fyrir mér hjá Real Madrid? Já, Real Madrid semur alltaf við bestu leikmennina,“ sagði Simeone.

,,Mbappe hjá Real Madrid og Lionel Messi hjá Barcelona væri frábært fyrir deildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum