fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Greina frá hver voru alvarlegustu brot Ivan Toney – Veðjaði ellefu sinnum á að eigið lið myndi tapa

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. maí 2023 10:30

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því hvað það var sem varð til þess að Ivan Toney framherji Brentford var dæmdur í átta mánaða bann.

Toney fékk bannið fyrir að brjóta veðmálareglur í yfir 100 skipti en nú hefur verið greint frá alvarlegustu brotum hans.

Þar á meðal voru 13 veðmál sem hann setti á að sitt eigið lið, þau veðmál lagði hann frá ágúst 2017 fram í mars 2018.

Toney veðjaði 13 sinnum á eigið lið, ellefu sinnum veðjaði hann á að Newcastle myndi tapa en hann var þá samningsbundinn félaginu. Hann var á láni hjá Wigan þegar veðmálin voru lögð.

Í mars 2018 lét hann svo vin sinn vita að hann myndi byrja næsta leik en það telst einnig vera brot.

Toney viðurkenndi svo að lokum að hafa logið í fyrstu yfirheyrslu hjá enska sambandinu. Niðurstaða enska sambandsins er að Toney eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona