fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Guardiola vonast eftir flýtimeðferð í málinu gegn City til að allir viti hvað er satt og rétt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 08:57

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola stjóri Manchester City vonast eftir því að hægt verði að dæma í máli félagsins sem allra, allra fyrst.

Enska úrvalsdeildin ákærði City fyrir rúmlega 100 brot á reglum um fjármál félaga. Brotin áttu sér stað áður en Guardiola tók við City.

UEFA hefur reynt að refsa City en það án árangurs, Guardiola vill niðurstöðu í hvelli svo hægt sé að loka málinu.

„Ég myndi vilja að enska deildin gæti klárað málið sem fyrst, ef við gerðum eitthvað rangt þá vita það allir,“ segir Guardiola.

„Og ef það er þannig eins og við trúum að í mörg ár hafi ekkert rangt átt sér stað. Þá hættir fólk að tala.“

Talað er um að niðurstaða í málinu fáist líklega ekki fyrr en eftir tvö til þrjú ár en það vill Guardiola ekki.

„Við myndum vilja að þetta kláraðist á morgun eða bara seinni í dag. Við myndum elska það. Vonandi eru dómarar og aðrir ekki mjög uppteknir og geta hlustað á báðar hliðar fljótlega.“

„Ég veit af árangri okkar á vellinum og við efumst ekkert um hitt,“ segir Guardiola sem gerði City að enskum meistara þriðja árið í röð um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“