Möguleiki er á því að Granit Xhaka yfirgefi herbúðir Arsenal í sumar þrátt fyrir að hafa verið í afar stóru hlutverki á þessu tímabili. Bayer Leverkusen vill fá hann.
Segir í fréttum að Xhaka sé til í að fara til Þýskalands þar sem hann getur fengið. langtímasamning.
Xhaka er þrítugur en Arsenal vill fá Declan Rice á miðsvæðið, það gæti orðið til þess að Xhaka spili minna en áður.
Xhaka hefur blómstrað undanfarna mánuði hjá Arsenal eftir nokkuð erfiða tíma þar sem Xhaka fór meðal annars í stríð við stuðningsmenn félagsins.
Mikel Arteta stjóri Arsenal sagður vilja fá Rice og einn annan miðjumann í sumar samkvæmt fréttum.
Xhaka á bara eitt ár eftir af samningi sínum en hann kom til Arsenal árið 2016 frá Borussia Monchengladbach.