Hluti þeirra sem sækja knattspyrnuvelli á Englandi og víðar eru gjarnan ofbeldisfullir og ekki mættir í þeim eina tilgangi að styðja sitt lið. Það sannaði sig í gær.
Þá var stuðningsmaður Arsenal á meðal stuðningsmanna Newcastle á heimaleik síðarnefnda liðsins í gær.
Um var að ræða svæði í stúkunni sem ætlað er fjölskyldum með börn.
Svæðið var þó ekki sérlega barnvænt eftir að slagsmál hófust þar í gær. Stuðningsmaður Arsenal, sem var einn síns liðs á svæðinu, er sagður hafa átt upptökin að slagsmálunum en fjöldinn allur af stuðningsmönnum Newcastle réðust að honum á móti og hópuðust ofan á hann.
Úr urðu ljótar senur sem sjá má hér neðar.
Arsenal vann leikinn sjálfan 0-2 með marki Martin Ödegaard og sjálfsmarki Fabian Schar.
Arsenal fan in the home end at Newcastle #AFC #NUFC pic.twitter.com/S8eXUHZv1L
— Away Day Sleepers (@AwayDaySleepers) May 8, 2023