Gary Neville, goðsögn Manchester United, gerði grín að Sam Allardyce, stjóra Leeds, fyrir leik gegn Manchester City í gær.
Allardyce hefur verið í umræðunni undanfarna daga eftir ummæli sem hann lét falla um sjálfan sig.
Allardyce vill meina að hann sé ekki síðri þjálfari en þeir bestu í heimi á borð við Jurgen Klopp og Pep Guardiola.
Leeds hélt í við Man City í leiknum í gær en honum lauk með 2-1 sigri toppliðsins að lokum.
,,Stuðningsmenn Real Madrid munu horfa í dag fyrir Meistaradeildarleikinn og snilli Big Sam!!“ sagði Neville.
,,Er þetta maðurinn sem finnur loksins veikleika í Pep?“
Næsti andstæðingur Manchester City í Meistaradeildinni er einmitt Real Madrid en því miður þá virðist Allardyce ekki vera með svarið til að stöðva þá bláklæddu.