Jurgen Klopp er alltof tapsár að mati Graeme Souness, fyrrum leikmanns Liverpool, en það er liðið sem Klopp þjálfar í dag.
Klopp hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að ögra dómara síðasta sunnudag er Liverpool spilaði við Tottenham.
Klopp fagnaði í andliti dómarans og er Souness á því máli að um gríðarlega tapsárann mann sér að ræða – eitthvað sem hann kannast við sjálfur.
,,Það sem Jurgen Klopp gerði á sunnudaginn, hann hljóp að fjórða dómaranum og fór yfir strikið,“ sagði Souness.
,,Ég hef verið þjálfari og ég veit að stundum leið mér vandræðalega eftir eigin hegðun. Þegar þú ert aggressívur í garð dómara þá lítur það aldrei vel út.“
,,Það er ekki rifrildi sem þú munt vinna og þú munt lenda í vandræðum líkt og gerðist við Klopp.“
,,Ég las ævisögu Mark Clattenburg og man eftir að hann kallaði Klopp tapsárasta mann sögunnar. Það er það sem við fengum að sjá.“