Liverpool 1 – 0 Brentford
1-0 Mohamed Salah(’13)
Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á Anfield þar sem eitt mark var skorað.
Liverpook tók á móti Brentford að þessu sinni og vann mikilvægan sigur í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins en hann kom knettinum í netið eftir aðeins 13 mínútur.
Liverpool er þremur stigum frá Meistaradeildarsæti en hefur splað tveimur leikjum meira en Manchester United sem situr sæti ofar.