Manchester City styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið mætti Leeds á heimavelli.
Englandsmeistararnir höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu en bæði mörkin skoraði Ilkay Gundogan.
Gundogan gat skorað þrennu þegar lítið var eftir en hann klikkaði þá á vítapunktinum til að skora þriðja markið.
Chelsea vann loksins leik en liðið heimsótti Bournemouth og vann sinn fyrsta leik undir stjórn Frank Lampard, 3-1.
Harry Kane tryggði Tottenham þá sigur á Crystal Palace og Toti gerði sigurmark Wolves gegn Aston Villa.
Manchester City 2 – 1 Leeds
1-0 Ilkay Gundogan(’19)
2-0 Ilkay Gundogan(’27)
2-1 Rodrigo(’85)
Bournemouth 1 – 3 Chelsea
0-1 Conor Gallagher(‘9)
1-1 Matias Vina(’21)
1-2 Benoit Badiashile(’82)
1-3 Joao Felix(’86)
Tottenham 1 – 0 Crystal Palace
1-0 Harry Kane(’45)
Wolves 1 – 0 Aston Villa
1-0 Toti(‘9)