fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þessir þrír miðjumenn sagðir á lista Klopp í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. maí 2023 20:39

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabrizo Romano segir frá því að Liverpool ætli sér að kaupa 2-3 miðjumenn í sumar en ljóst virðist að Alexis Mac Allister miðjumaður Brighton er þar ofarlega á lista.

Romano segir að tveir aðrir miðjumenn séu á listanum en þar nefnir Ryan Gravenberch frá FC Bayern.

Mason Mount miðjumaður Chelsea er einnig á listanum en hann virðist á förum frá Chelsea. Hann hefur ekki viljað framlengja samning.

Vitað er að Jurgen Klopp stjóri Liveprool vill bæta við miðjumönnum í sumar en hann hætti við kaup á Jude Bellingham. Félagið taldi sig ekki hafa efni á kauða.

Mac Allister er 24 ára gamall en faðir hans og umboðsmaður hefur sagt að 100 prósent líkur séu á því að hann fari í sumar.

Mac Allister hefur verið afar öflugur með Brighton en nú stefnir í að hann klæðist rauðri Liverpool treyju á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok