Knattspyrnuáhugafólk í Noregi er lítið hrifið af leikrænum tilburðum sem Kristall Máni Ingason sýndi í leik með Rosenborg í gær.
Rosenborg heimsótti þá Brann í norsku úrvalsdeildinni og tapaði 0-2 en Rosenborg hefur farið illa af stað.
Kristall fær á baukinn á samfélagsmiðlum og frá sérfræðingum í Noregi fyrir dýfu sína í leiknum.
Kristall kom á fullri ferð inn í teig og lét sig detta með tilþrifum, dómari leiksins sá í gegnum hann.
Atvikið má sjá hér að neðan.
En omgang, to gule kort for filming😅 pic.twitter.com/IHVFFRFX3r
— TV 2 Sport (@tv2sport) May 3, 2023