Maria Moran fréttakona á Spáni hefur farið til lögreglunnar eftir að henni og dóttur hennar var hótað. Er um að ræða stuðningsmenn Real Madrid sem eru henni reiðir.
Moran var við störf á leik Real Madrid og Almeria þar sem hún spurði út í Vinicius Jr sem fékk sitt tíunda gula spjald í La Liga í leiknum.
„Þarf Vinicius að fá rautt spjald svo hann átti sig á því að hætta að tuða í dómurum?,“ spurði Moran á fréttamannafundi með Carlo Ancelotti þjálfara Real Madrid.
„Hann þarf ekkert rautt spjald, öll þessu gulu spjöld eiga að vera lærdómur,“ sagði Ancelotti.
Eftir þessa spurningu hefur því verið hótað í einkaskilaboðum að nauðga henni og að 18 ára stelpan hennar hefur einnig verið nefnd í skilaboðum.
„Þeir hóta að nauðga mér og tala illa um dóttur mína, allt þetta og þessi skilaboð eru nú á borði lögreglunnar,“ segir Moran.