Furðulegt athæfi fyrir leik Cerezo Osaka og Sanfrecce um helgina vakti mikla athygli.
Um var að ræða leik í japönsku úrvalsdeildinni.
Það sem flestir ræða eftir leik er hins vegar maður sem gekk inn á sundkýlu. Gekk hann inn með liðunum og dómurum.
Maðurinn sem um ræðir er Yoshio Kojima, japanskur grínisti sem kemur gjarnan fram í sundfötum.
Kojima var viðstaddur þegar fyrirliðar tókust í hendur fyrir leik og úr varð stórfurðuleg uppákoma.
Sjón er sögu ríkari. Myndband má sjá hér að neðan.
That's a revealing way to kick off a match. 😳🫣#J30 #JLeague pic.twitter.com/s1UiNVmQ8S
— J.LEAGUE Official (English) (@J_League_En) May 1, 2023