Dregið hefur verið í fyrsta sinn í Þjóðadeild UEFA í kvennaflokki. Ísland var að sjálfsögðu í pottinum.
Ísland, sem er í 14.sæti heimslistans, er í A-deild. Þar drógust stelpurnar okkar í riðil með Þýskalandi, Danmörku og Wales.
Þýskalandi er í öðru sæti heimslistans en Danmörk í því fimmtánda. Wales er í 31. sæti.
Keppnin verður leikin í haust, en landsliðsgluggar eru í september, október og nóvember/desember. Staðfestir leikdagar verða birtir fljótlega.
Hægt er að lesa um fyrirkomulag keppninnar á vef UEFA.