Margir leikmenn Chelsea munu leitast eftir því að yfirgefa félagið í sumar samkvæmt grein the Athletic.
Athletic segir frá því að nýjustu leikmenn Chelsea séu óánægðir þar sem þeir gætu þurft að taka á sig 30 prósent launalækkun í sumar.
Ástæðan er sú að Chelsea mun ekki ná Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð sem mun hafa áhrif á efnahag félagsins.
Chelsea hefur eytt í raun fáránlegum fjárhæðum í leikmenn síðan Todd Boehly eignaðist félagið en gengið hefur verið afskaplega lélegt.
Nú eiga stjörnur liðsins von á launalækkun í sumar og eru margir leikmenn gríðarlega óánægðir og eru að horfa annað.
Margir af nýju leikmönnum Chelsea gerðu langan samning við félagið og eru samningsbundnir til marga ára en hafa áhyggjur af stöðu mála.
Leikmenn eins og Kalidou Koulibaly og Raheem Sterling eru þó ekki í hættu en þeir skrifuðu undir rétt áður en eigendaskiptin áttu sér stað.