Það væri rugl ef Manchester United er ekki nú þegar í viðræðum við framherjann Harry Kane sem spilar með Tottnenham.
Þetta segir Rio Ferdinand, goðsögn Man Utd, en Kane gæti vel verið á förum frá Tottenham í sumar.
Útlit er fyrir að enski landsliðsmaðurinn sé að kveðja Tottenham en hann var nálægt því að ganga í raðir Manchester City fyrir tveimur árum.
Ferdinand telur að Man Utd sé í viðræðum við Kane og ef ekki þá væru það mistök af hálfu félagsins.
,,Ef það eru engar viðræður í gangi á milli Kane og stjórnarmanna Manchester United þá kæmi mér það verulega á óvart,“ sagði Ferdinand.
,,Man Utd þarf að vera að horfa á þá stöðu sem Tottenham er í. Seljið hann núna, jafnvel áður en tímabilið klárast.“