Viðureignir KR og Breiðabliks hafa dregið að sér mestan áhorfendafjölda undanfarin fjögur ár (2019-2022) í efstu deilda karla.
Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte.
Að meðaltali mættu 1.522 á níu viðureignir þessara liða á þessum fjórum árum. Flestir mættu í júlí 2019, eða 3.012
Þar á eftir koma viðureignir Breiðabliks og HK með 1.380 áhorfendur að meðaltali á leik.
Í kvennaflokki hafa viðureignir Breiðabliks og Vals verið eftirsóknarverðastar. Að meðaltali mættu 626 á leiki þeirra. Flestir mættu í september 2019, alls 1.206.
Þar á eftir í kvennaflokki koma viðureignir Blika og Fylkis. Þar hafa 345 að meðaltali mætt á leik.
Þess ber að geta að kórónuveirufaraldurinn og óþægindi sem honum fylgdu höfðu að hluta áhrif á áhorfendafjölda á skeiðinu sem um ræðir.
Vinsælustu viðureignir í karlaflokki 2019-2022
1. Breiðablik – KR 1.522 (9 viðureignir)
2. Breiðablik – HK 1.380 (5 viðureignir)
3. Breiðablik – Fram 1.343 (2 viðureignir)
4. Breiðablik – FH 1.275 (8 viðureignir)
5. Breiðablik – Víkingur 1.193 (8 viðureignir)
6. KR – Valur 1.179 (9 viðureignir)
7. HK – ÍBV 1.094 (2 viðureignir)
8. FH – KR 1.084 (7 viðureignir)
9. Breiðablik – Valur 1.080 (9 viðureignir)
10. Breiðablik – Grótta 1.067 (2 viðureignir)
Vinsælustu viðureignir í kvennaflokki 2019-2022
1. Breiðablik – Valur 626 (8 viðureignir)
2. Breiðablik – Fylkir 345 (5 viðureignir)
3. Afturelding – KR 281 (2 viðureignir)
4. Afturelding – Þróttur 276 (2 viðureignir)
5. Breiðablik – HK/Víkingur 270 (2 viðureignir)
6. FH – Valur 268 (1 viðureign)
7. Fylkir – KR 261 (3 viðureignir)
8. Afturelding – Selfoss 256 (2 viðureignir)
9. Afturelding – Keflavík 253 (2 viðureignir)
10. Breiðablik – FH 253 (2 viðureignir)