Flestir töldu útilokað að Bruno Fernandes yrði með Manchester United þegar liðið heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Bruno er hins vegar mættur með United liðinu til Lundúna fyrir leik kvöldsins.
Miðjumaðurinn frá Portúgal meiddist í leik gegn Brighton, leikurinn fór fram á sunnudag þegar United tryggði sér miða í úrslitaleik enska bikarsins.
Bruno meiddist snemma leiks en hélt áfram en eftir leik bólgnaði ökkli hans nokkuð mikið upp.
Bruno sást svo með hækjur og í hlífðarskó á mánudag og var talið útilokað að hann gæti spilað gegn Tottenham í kvöld. Hann virðist hins vegar klár í slaginn en ekki er vitað hvort hann geti byrjað leikinn.