Harry Maguire fyrirliði Manchester United hefur ekki neinn sérstakan áhuga á því að yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.
Líklegt er talið að Erik ten Hag kaupi miðvörð til Manchester United í sumar og þá gæti Maguire orðið fimmti kostur hans í liðið.
Lisandro Martinez og Rapahel Varane eru fyrstu menn á blað hjá Ten Hag og Victor Lindelöf hefur fengið talsverða ást.
Maguire er dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans en The Athletic segir að hann vilji berjast fyrir framtíð sinni hjá félaginu.
Maguire hefur átt misjafna daga í rauðu treyjunni en hann er á sínu fjórða tímabili hjá United. Borgaði félagið um 80 milljónir punda fyrir hann sumarið 2019.
A piece on Harry Maguire, who remains the world’s most expensive defender but may now be 5th choice at #mufc. He wants to fight for his future at the club, and United are not pushing him out. An attempt to contextualise the past few years of his career. https://t.co/hlq5F0c7iC
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) April 27, 2023