Faðir Emiliano Martinez, Beto, vill sjá hann fara til stærra félags en Aston Villa á einhverjum tímapunkti.
Hinn 30 ára gamli Martinez kom fremur seint fram á sjónvarsviðið. Hann sprakk út með Arsenal árið 2020 þegar Bernd Leno meiddist og fór í kjölfarið til Villa. Þá varð Martinez aðalmarkvörður argentíska landsliðsins og varð heimsmeistari með því fyrir áramót.
Beto var spurður út í það hvort hann sæi son sinn spila fyrir Manchester United.
„Vonandi fer hann í eitthvað af þessum stórkostlegu félögum. En eins og er þá er hann með hausinn á Aston Villa,“ segir Beto.
Hann segir að Unai Emery, stjóri Villa, vilji ólmur hafa Martinez áfram hjá sér. Það er athyglisvert í ljósi þess að fréttir hafa verið um slæmt samband Martinez við Emery.
„Emery biður hann um að fara ekki og vera áfram hjá Aston Villa. Hann elskar hann. Það er allt betra hjá Aston Villa með Emi innanborðs.