Wayne Rooney og lærisveinar hans í DC United unnu góðan sigur í fyrstu umferð MLS deildarinnar í Bandaríkjunum gegn Toronto.
Litlar væntingar voru gerðar til DC fyrir leikinn en liðið var eitt það slakasta í deildinni á síðasta ári.
Liðið vann góðan sigur en Rooney kveikti í sínum mönnum fyrir leik með ræðu sinni. „Mér er drullusama um hvað öðrum finnst,“ sagði Rooney fyrir leik.
Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði í sigri DC United en íslenski landsliðsmaðurinn gekk í raðir félagsins síðasta sumar og hefur stimplað sig inn sem lykilmaður.
Sjáðu ræðu Rooney fyrir leik og í hálfleik hér að neðan.
𝑪𝒉𝒊𝒍𝒍𝒔.#VAMOSUNITED pic.twitter.com/nxOrNZSr8j
— D.C. United (@dcunited) February 28, 2023