Stórar breytingar gætu átt sér stað hjá Arsenal í sumar. Félagið ætlar að reyna að sækja stór nöfn og þá gætu nokkrir leikmenn yfirgefið Emirates-leikvanginn.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með tveggja stiga forskot á Manchester City, auk þess að eiga leik til góða.
Það er nær öruggt að Arsenal mun ná sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil að minnsta kosti. Það mun gera félagið samkeppnishæfara á leikmannamarkaðnum í sumar.
Talið er að Mikel Arteta vilji fá tvo miðjumenn til Arsenal í sumar, auk kantmanns og vinstri bakvarðar.
Declan Rice og Moises Caicedo hafa verið orðaðir við félagið. Skytturnar eru bjartsýnar á að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Rice.
Þá hafa menn eins og Victor Osimhen, Sergej Milinkovic-Savic, Ivan Fresneda og Denzel Dumfries verið orðaðir við Arsenal.
Þá er talið að Kieran Tierny yfirgefi Arsenal í sumar. Hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu til Oleksandr Zinchenko fyrir þessa leiktíð.
Þá munu þeir Albert Sambi Lokinga og Nuno Tavares líklega fara frá Emirates einnig.
Folarin Balogun, sem er að gera frábæra hluti á láni hjá Reims, verður líklega seldur.
Þeir Emile Smith Rowe og Granit Xhaka eru einnig nefndir til sögunnar hvað varðar hugsanlegar sölur.