fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Miklar breytingar gætu orðið á Emirates í sumar – Risanöfn á blaði og aðrir þurfa að víkja

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. mars 2023 13:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórar breytingar gætu átt sér stað hjá Arsenal í sumar. Félagið ætlar að reyna að sækja stór nöfn og þá gætu nokkrir leikmenn yfirgefið Emirates-leikvanginn.

Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur með tveggja stiga forskot á Manchester City, auk þess að eiga leik til góða.

Það er nær öruggt að Arsenal mun ná sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil að minnsta kosti. Það mun gera félagið samkeppnishæfara á leikmannamarkaðnum í sumar.

Talið er að Mikel Arteta vilji fá tvo miðjumenn til Arsenal í sumar, auk kantmanns og vinstri bakvarðar.

Declan Rice og Moises Caicedo hafa verið orðaðir við félagið. Skytturnar eru bjartsýnar á að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Rice.

Þá hafa menn eins og Victor Osimhen, Sergej Milinkovic-Savic, Ivan Fresneda og Denzel Dumfries verið orðaðir við Arsenal.

Þá er talið að Kieran Tierny yfirgefi Arsenal í sumar. Hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu til Oleksandr Zinchenko fyrir þessa leiktíð.

Þá munu þeir Albert Sambi Lokinga og Nuno Tavares líklega fara frá Emirates einnig.

Folarin Balogun, sem er að gera frábæra hluti á láni hjá Reims, verður líklega seldur.

Þeir Emile Smith Rowe og Granit Xhaka eru einnig nefndir til sögunnar hvað varðar hugsanlegar sölur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á þessum öfluga framherja