Cody Gakpo var nálægt því að ganga í raðir Leeds í sumar samkvæmt eiganda félagsins.
Gakpo gekk í raðir Liverpool í janúar frá PSV. Enska félagið borgaði 37 milljónir punda fyrir þjónustu hans til að byrja með.
Hollenski sóknarmaðurinn hefði hins vegar getað farið til Leeds í sumar og var ansi nálægt því samkvæmt Andrea Radrizzani, forseta félagsins.
„Við vorum svo nálægt því að fá Cody Gakpo. Það var allt klárt á gluggadaginn. Við vorum búin að semja við PSV líka. Það fór allt úrskeiðis út af Louis van Gaal,“ segur Radrizzani.
Van Gaal var landsliðsþjálfari Hollands á þeim tíma.
„Van Gaal hringdi í Gakpo og sagði honum að bíða út af Heimsmeistaramótinu. Svo fór hann til Liverpool.“