fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sex sem gætu tekið við ef Potter fær sparkið á Brúnni

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnustjórasæti Graham Potter hjá Chelsea gæti hitnað ansi hressilega á næstunni ef honum tekst ekki að snúa gengi liðsins við.

Potter tók við í haust af Thomas Tuchel en gengi liðsins hefur aðeins versnað. Liðið situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Þá er Potter með verstu tölfræði í sögu knattspyrnustjóra Chelsea. Hann er með tvo sigra í síðustu fimmtán deildarleikjum.

Það er spurning hvort eða hvenær sparkið kemur og þá eru nokkrir sem koma til greina til að taka við stjórn Chelsea.

Thomas Tuchel
Látinn fara í haust og Potter ráðinn í staðinn. Náði frábærum árangri með Chelsea og stóð þar upp úr þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu 2021.

Eigandinn Todd Boehly þyrfti að kyngja stoltinu að einhverju leyti til að ráða Tuchel á ný.

Thomas Tuchel

Mauricio Pochettino
Er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann var áður stjóri Tottenham.

Pochettino hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Paris Saint-Germain síðasta sumar.

Mauricio Pochettino. GettyImages

Diego Simeone
Hefur verið lengi hjá Atletico Madrid og náð frábærum árangri. Liðið hefur unnið spænsku deildina, bikarinn og Evrópudeildina undir hans stjórn, allt í tvígang.

Simeone hefur hins vegar verið orðaður frá Atletico undanfarið.

Diego Simeone

Zinedine Zidane
Náði stórkostlegum árangri með Real Madrid, sem er eina liðið sem hann hefur stýrt. Frakkinn vann Meistaradeildina þrisvar og spænsku deildina tvisvar á tíma sínum í Madríd.

Það er mikill áhugi á Zidane hjá PSG og fengi Chelsea því mögulega samkeppni.

Zinedine Zidane. Getty Images

Luis Enrique
Hefur verið án starfs síðan á HM í Katar þegar hann var látinn fara frá spænska landsliðinu eftir slæmt gengi.

Er reynslumikill og náði áður frábærum árangir með Barcelona, þar sem hann vann allt sem var í boði.

Luis Enrique

Jose Mourinho
Á Mourinho eftir eitt starf í ensku úrvalsdeildinni?

Portúgalinn hefur tvisvar sinnum áður verið stjóri Chelsea og var látinn fara. Hann náði hins vegar frábærum árangri hjá Lundúnaliðinu.

Mourinho/ GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn