Paul Pogba sneri loksins aftur á völlinn í kvöld er Juventus spilaði við Torino í grannaslag í Serie A.
Pogba samdi við Juventus síðasta sumar og gekk í raðir liðsins á frjálsri sölu frá Manchester United.
Margir hafa beðið eftir endurkomu Pogba sem kom inná sem varamaður í 4-2 sigri Juventus.
Frakkinn hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann samdi en hefur jafnað sig og getur tekið þátt á lokasprettinum.
Juventus gerir sér vonir um Evrópusæti og er sex stigum á eftir Roma og Atalanta sem eru í fimmta og sjötta sæti. Enn er langt í Meistaradeildarsæti eða tíu stig.
Roma tapaði mjög óvænt sínum leik gegn Cremonese en það síðarnefnda var að vinna sinn fyrsta leik á tímabilinu.