Stuðningsmenn FC Sion í Sviss eru að fá algjörlega upp í kok af Mario Balotelli framherja liðsins. Sion tapaði 4-0 gegn San Gallo í gær.
Eftir leik voru stuðningsmenn Sion reiðir og einn þeirra ákvað að kveikja í Balotelli treyju sinni.
Balotelli hefur verið í fréttum fyrir mál utan vallar frá því að hann kom til Sion síðasta sumar.
Hann hefur misst af leikjum vegna furðulegra veikinda og þá mætti hann ekki til æfinga en var á skemmtistað skömmu síðar.
Balotelli hefur skorað fimm mörk í 12 leikjum fyrir Sion sem eru einu stigi frá neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í Sviss.
Sion er ellefta félag Blaotelli á ferlinum en hann hefur átt í stökustu vandræðum síðustu ár að festa rætur sínar.