Neil Warnock, goðsögn í enskum fótbolta, sagði frá því um helgina að hann hefði alltaf haft mikið álit á Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu.
Jóhann Berg lagði upp tvö mörk fyrir Burnley þegar liðið vann 4-0 sigur á Huddersfield en Warnock tók við þjálfun liðsins á dögunum.
Warnock hafði þjálfað frá árinu 1980 þegar hann hætti 2021 og sagðist ekki koma aftur í þjálfun, nú 74 er Warnock mættur aftur í gallann.
„Ég hef alltaf elskað Jóhann Berg, hann gefur þér alltaf 8 af 10 í einkunn í hverjum leik,“ sagði Warnock en Burnley er á leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina.
„Stundum er hann nía en aldrei sexa eða sjö,“ sagði Warnock og hrósaði einnig Ashley Barnes framherja liðsins.
„Þeir eru hjartað í liðinu, þú þarft svona menn til að fara upp úr deildinni. Jóhann er í öðrum gæðaflokki en aðrir.“