Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, er ekki búinn að gefast upp í titilbaráttunni í La Liga.
Real hefur ekki verið of sannfærandi í deildinni á tímabilinu og er sjö stigum á eftir Barcelona.
Real gerði jafntefli við Atletico Madrid á laugardag en á sunnudag þá tapaði Barcelona óvænt gegn Almeria.
Margir eru búnir að sætta sig við sigur Barcelona að þessu sinni en Ancelotti er enn vongóður um að titillinn sé í boði.
Real er allavega í frábærri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 5-2 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna.
,,Staðan er flókin en við erum ekki búnir að kveðja, við þurfum að berjast alveg þar til í lokin,“ sagði Ancelotti.