Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, hefur fengið töluvert skítkast eftir leik liðsins við Barcelonma.
Garnacho kom inná sem varamaður í vikunni er Barcelona tapaði 2-1 gegn þeim ensku og er úr leik í Evrópudeildinni.
Garnacho hermdi eftir fagni ungstirnsins Pedri sem var ekki leikfær í þessum leik sem kostaði þá spænsku mikið.
Stuðningsmenn Barcelona hafa skotið föstum skotum á Garnacho sem fagnaði í leikslok á þennan hátt.
,,Að gera grína að leikmanni sem spilaði ekki einu sinni er frekar sorglegt,“ skrifar einn við mynd Garnacho sem hann birti á Instagram.
,,Hvað ert þú búinn að vinna? Fyrir utan það að æfa með Messi,“ bætir annar við.
Þetta má sjá hér.
View this post on Instagram