Liverpool skoðaði það að fá Dani Alves í sínar raðir árið 2006 og ætlaði sér að nota hann á vængnum.
Þetta segir Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, en Alves spilaði á þessum tíma með Sevilla á Spáni.
Sagan er ansi athyglisverð í ljósi þess að Alves var alltaf bakvörður en Liverpool íhugaði að nota hann framar á velli.
Alves var seinna fenginn til Barcelona og ákvað Liverpool frekar að ná í Dirk Kuyt úr hollensku deildinni.
,,Við skoðuðum að fá Dani Alves en hann var hægri bakvörður. Þú þarft að ákveða hvort þú viljir fá leikmenn sem spilar framar á vellinum eða bakvörð. Brasilíumaður sem spilar á Spáni, að nota hann á hægri vængnum er mikil áhætta,“ sagði Benitez.
,,Þetta var erfiður tími fyrir mig og okkur en ég var mjög ánægður að lokum.“